Lýðveldisbörnin

Fréttabréf 2018

 

Lýðveldisbörnin – bæklingur

Ný færsla

Hvernig kemur þetta út ?

Útgáfuhóf

Útgáfuhóf 14. desember kl. 17 í Garðastræti 37.

Við fögnum fjölbreyttri og glæsilegri útgáfu á þessu 200 ára starfsafmæli Hins íslenska bókmenntafélags. Alls eru þetta 19 titlar sem koma út nú í ár og af því tilefni höldum við útgáfuhóf n.k. miðvikudag kl. 17 í Garðastræti 37 (húsnæði GAMMA).

Boðið verður upp á léttar veitingar.

baekur

 

Gamma gerist bakhjarl Hins íslenska bókmenntafélags

Bókmenntafélagið fagnar 200 ára afmæli sínu með veglegri dagskrá, sem hófst með undirritun samstarfssamnings við GAMMA Capital Management þann 16. mars 2016. Með samningnum gerist Gamma bakhjarl félagsins næstu fjögur ár og styrkir félagið um 20 milljónir króna á því tímabili. Meginmarkmið samningsins er að styðja við útgáfu félagsins og gera því kleift að halda upp á afmælisárið með sérstökum viðburðum og útgáfustarfi, sem og að efla starf þess til framtíðar litið.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra flutti ávarp á kynningarfundinum í höfuðstöðvum GAMMA við Garðastræti 37 og hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, leiddir af Nicola Lolli, konsertmeistara hljómsveitarinnar, fluttu strengjakvartett í E-dúr eftir Franz Schubert, frá stofnári Bókmenntafélagsins, 1816.

Við sama tækifæri kynnti Jón Sigurðsson, forseti félagsins, nýja Twitter-síðu bókmenntafélagsins og ritaði fyrstu færslu félagsins á þeim vettvangi.

Tilgangur Bókmenntafélagsins í þau 200 ár sem það hefur starfað er að styðja og styrkja íslenska tungu, bókvísi og menntun og heiður hinnar íslensku þjóðar, bæði með bókum og öðru eftir því sem efni þess fremst leyfa. Félagið hefur gefið út tímaritið Skírni frá árinu 1827 og er það eitt elsta menningartímarit á Norðurlöndum.

Svipþyrping sækir þing

Svipmyndir af nokkrum forvígismönnum í 200 ára sögu Hins íslenska bókmenntafélags.
Úr dagskrá sem flutt var á afmælishátíð Bókmenntafélagsins í Ráðhúsi Reykjavík þann 19. nóvember 2016.